Hann er mjúkur og hlýr. Hann er flottur og dýr. Litli bangsinn minn.
BANGSADAGURINN var haldinn hátíðlegur á bókasafninu í Hveragerði mánudaginn 28. október sl. Á hátíðina komu krakkar bæjarins með bangsana sína í heimsókn. Gestirnir fengu að smakka nammibangsa og fengu bókamerki, sem merkt voru með Bangsímon og félögum og Harry Potter.
Í tilefni bangsadagsins var efnt til ljóðasamkeppni meðal sex til tólf ára barna, ljóðin áttu að fjalla um bangsa. Mörg ljóð bárust í keppnina og voru veittar viðurkenningar á bangsadaginn. Alls hlutu sex börn viðurkenningu í formi bangsa, penna og bóka. Þau eru: Eggert Arason, Kristín Munda Kristinsdóttir, Aðalsteinn Magnússon, Ásta Björg Jósefsdóttir, Kristín Hildur Pálsdóttir og Ólafur Dór Steindórsson.
Fjöldi fólks og bangsa lagði leið sína í bókasafnið á bangsadaginn og skemmtu allir sér vel.
Bangsi eftir Aðalstein
Magnússon 10 ára
Hann er mjúkur og hlýr.
Hann er flottur og dýr.
Litli bangsinn minn.
Bangsaljóð eftir
Eggert Arason 8 ára
Einu sinni var bangsi,
sem nennti engu hangsi.
Hann er svaka sætur,
þú myndir ekki vilja vita hvernig hann lætur,
þegar hann grætur.