ÉG vil endilega hvetja Samfylkingarfólk í Reykjavík til að kjósa Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur í 3. sæti í prófkjörinu í Reykjavík. Af atorku og hugrekki hefur Ásta Ragnheiður gerst málsvari þeirra sem oft á tíðum eiga sér fáa málsvara á Alþingi.

ÉG vil endilega hvetja Samfylkingarfólk í Reykjavík til að kjósa Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur í 3. sæti í prófkjörinu í Reykjavík.

Af atorku og hugrekki hefur Ásta Ragnheiður gerst málsvari þeirra sem oft á tíðum eiga sér fáa málsvara á Alþingi. Nefnilega öryrkja, sjúkra, aldraðra, barna og geðsjúkra svo fátt eitt sé nefnt.

Við Íslendingar erum svo heppin að geta státað af besta velferðarkerfi heimsins. Ég hélt að ég myndi aldrei lifa þann dag að setja spurningarmerki við þessa yfirlýsingu.

Já það er von að maður spyrji þegar biðlistar eftir sjálfsagðri og nauðsynlegri sjúkraþjónustu lengjast í sífellu. Í hraða þjóðfélagsins má ekki gleyma þeim manngildum sem við höfum öll verið alin upp við í gegnum tíðina. Nefnilega mannvirðingu, tillitssemi og umburðarlyndi.

Ásta Ragnheiður berst af atorku, hugrekki og þekkingu fyrir einmitt þessum gildum.

Ég skora því á Samfylkingarfólk í Reykjavík að styðja Ástu Ragnheiði. Svo að hægt sé að tefla fram sterkum lista í komandi Alþingiskosningum.

María Arinbjarnar, nemi í tölvufræði við Háskólann í Reykjavík, skrifar:

Höf.: María Arinbjarnar, nemi í tölvufræði við Háskólann í Reykjavík,