NORRÆN samvinna verður þema norrænu bókasafnsvikunnar sem haldin verður 4. til 10. nóvember næstkomandi. Er viðfangsefnið valið til að minnast 50 ára afmælis Norðurlandaráðs. Þá verða bókmenntaverðlaun ráðsins veitt í fertugasta sinn.

NORRÆN samvinna verður þema norrænu bókasafnsvikunnar sem haldin verður 4. til 10. nóvember næstkomandi. Er viðfangsefnið valið til að minnast 50 ára afmælis Norðurlandaráðs. Þá verða bókmenntaverðlaun ráðsins veitt í fertugasta sinn.

Af þessu tilefni verður dagskrá í tali og tónum á Bókasafni Reykjanesbæjar mánudaginn 4. nóvember klukkan 18. Auk bókasafnsins standa menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og Suðurnesjadeild Norræna félagsins fyrir samkomunni. Allir eru boðnir velkomnir.