VEITINGAHÚSIÐ Vitinn og Sandgerðisbær bjóða eldri borgurum í Sandgerði að þiggja kaffiveitingar og njóta skemmtunar á milli klukkan 13.45 og 16 næstkomandi mánudag, 4. nóvember. Hljómsveit Kristjáns Þorkelssonar leikur, Hrafnistukórinn tekur lagið og kaffið verður að hætti Vitans. Hópur fólks frá Hrafnistu kemur í heimsókn. Aðgangur er frír.
Félagar á Suðurnesjum í Ættfræðifélaginu hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar nk. mánudagskvöld, 4. nóvember, kl. 20. Allir áhugamenn um ættfræðigrúsk eru velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Einar Ingimundarson.