ENN af tvöföldum safnplötum. Nú er tríó allra landsmanna, Ríó tríóið, búið að gefa út forláta safnplötu sem tekur yfir langan hljóma-, tóna-, gripa- og slagaraferil þeirra Óla Þórðar, Helga P. og Gústa A.
ENN af tvöföldum safnplötum. Nú er tríó allra landsmanna, Ríó tríóið, búið að gefa út forláta safnplötu sem tekur yfir langan hljóma-, tóna-, gripa- og slagaraferil þeirra Óla Þórðar, Helga P. og Gústa A. Nefnist hún Það skánar varla úr þessu og ekki er að spyrja að glettninni hjá þeim félögum frekar en fyrri daginn. Liðsmenn gættu þess að hafa hæfilega blöndu af þekktum lögum og óþekktum á safninu og að sjálfsögðu voka þeir Gunni Þórðar og hirðskáldið Jónas Friðrik frá Raufarhöfn yfir sem endranær. Allir saman nú: "Bomm-fadderí! - bomm-faddera - bommfadderí - fadderalala!!!"