Falcon Scott
Falcon Scott
Falcon Scott, verkfræðingur og sonur hins þekkta Sir Peter Scott náttúrufræðings og listmálara, er kominn hingað til lands ásamt konu sinni, Jane. Þau eru í boði Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og ætla að kynna sér áform um stíflugerð í nágrenni...

Falcon Scott, verkfræðingur og sonur hins þekkta Sir Peter Scott náttúrufræðings og listmálara, er kominn hingað til lands ásamt konu sinni, Jane. Þau eru í boði Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og ætla að kynna sér áform um stíflugerð í nágrenni veranna.

Foreldrar Falcons Scott dvöldu í Þjórsárverum sumarið 1951 og unnu að gæsamerkingum og náttúrufræðirannsóknum ásamt dr. Finni Guðmundssyni og fleirum. Í leiðangrinum varð ljóst mikilvægi Þjórsárvera fyrir heiðagæsina en hún hefur vetursetu á Bretlandseyjum.

Falcon Scott mun fara austur í Gnúpverjahrepp og kynna sér aðstæður. Einnig mun hann ávarpa opinn fund áhugahópsins í Austurbæjarbíói nk. mánudagskvöld.