FJÓRÐU 15:15 tónleikarnir verða í dag kl. 15:15 á nýja sviði Borgarleikhússins.
Á tónleikunum mun Eþos-kvartettinn flytja Adagio-Allegretto fyrir strengjakvartett eftir Dimitri Schostakowitsch, strengjakvartett nr. 2 eftir Jón Ásgeirsson og strengjakvartett eftir Þórð Magnússon. Síðasttöldu verkin tvö heyrast nú í fyrsta sinn hér í Reykjavík en Eþos frumflutti þau á sumarhátíðum síðastliðið sumar.
Eþos-kvartettinn skipa: Auður Hafsteinsdóttir, Greta Guðnadóttir, Guðmundur Kristmundsson og Bryndís Halla Gylfadóttir. Þau hafa leikið saman frá 1998.