MEÐ kaupum Útgerðarfélags Akureyringa hf. á breska útgerðarfyrirtækinu Boyd Line Management Services Ltd. hafa íslensk útgerðarfyrirtæki eignast 60% af þorskveiðiheimildum Breta í Barentshafi, alls um 5.600 tonn. Félagið hefur yfir að ráða um 40% af þorskkvóta Bretlands í Barentshafi, sem er úthlutað af Evrópusambandinu, en Onward Fishing Company Ltd., dótturfélag Samherja hf. í Skotlandi, er með um 20% kvótans. Þorskkvóti Íslands í Barentshafi á árinu er tæp 6 þúsund tonn og því er Íslendingum heimilt að veiða hátt í 12 þúsund tonn af þorski í Barentshafi á þessu ári. Ætla má að verðmæti aflans upp úr sjó sé vel yfir tveir milljarðar króna.
MEÐ kaupum Útgerðarfélags Akureyringa hf. á breska útgerðarfyrirtækinu Boyd Line Management Services Ltd. hafa íslensk útgerðarfyrirtæki eignast 60% af þorskveiðiheimildum Breta í Barentshafi, alls um 5.600 tonn. Félagið hefur yfir að ráða um 40% af þorskkvóta Bretlands í Barentshafi, sem er úthlutað af Evrópusambandinu, en Onward Fishing Company Ltd., dótturfélag Samherja hf. í Skotlandi, er með um 20% kvótans. Þorskkvóti Íslands í Barentshafi á árinu er tæp 6 þúsund tonn og því er Íslendingum heimilt að veiða hátt í 12 þúsund tonn af þorski í Barentshafi á þessu ári. Ætla má að verðmæti aflans upp úr sjó sé vel yfir tveir milljarðar króna.