FYRIR um þremur árum átti Raufarhafnarhreppur um 220 milljónir en um nýliðin mánaðamót lá við að hreppurinn gæti ekki greitt laun.
Í maí 1999 seldi Raufarhafnarhreppur hlut sinn í Jökli á Raufarhöfn og var söluverðið um 580 milljónir króna. Um 300 millj. kr. lán á sveitarsjóði var greitt upp, hluti söluverðsins var notaður í framkvæmdir í bæjarfélaginu og fjármunir voru lagðir í atvinnuuppbyggingu. Aukinheldur fjárfesti hreppurinn í nokkrum fyrirtækjum, m.a. deCODE, OZ og Íslandssíma, en verðmæti þeirra hlutabréfa er aðeins lítill hluti af því sem það var þegar þau voru keypt.