ARNGRÍMUR Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir stofnuðu Flugfélagið Atlanta árið 1986. Aðalstöðvar þess eru í Mosfellsbæ. Félagið rekur breiðþotur til farþega- og fraktflugs sem leigðar eru öðrum flugfélögum.

ARNGRÍMUR Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir stofnuðu Flugfélagið Atlanta árið 1986. Aðalstöðvar þess eru í Mosfellsbæ. Félagið rekur breiðþotur til farþega- og fraktflugs sem leigðar eru öðrum flugfélögum.

Fyrirtækið er nú með 21 þotu í rekstri, flestar af gerðinni Boeing 747 en einnig nokkrar B767 þotur og eru þotur félagsins skráðar á Íslandi. Nokkrar þeirra bera nöfn íslenskra frumherja í flugsögu landsins. Þoturnar eru m.a. í verkefnum í Argentínu, Dóminíska lýðveldinu, Frakklandi, Írlandi, Nígeríu, Spáni og Englandi.

Starfsmenn fyrirtækisins eru hátt í 600 í dag. Í aðalstöðvunum starfa um 130 manns, flugmenn og flugvélstjórar eru 265 og tæknimenn um 200. Til viðbótar eru flugfreyjur og flugþjónar, stöðvarstjórar á starfsstöðvum félagsins víða um heim og fleiri. Þegar mest hefur verið um að vera hjá félaginu, t.d. kringum pílagrímaflug, hafa starfsmenn verið kringum 1.400 og nú eru starfsmenn þess af um 40 þjóðernum. Félagið er eitt hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu.

Árið 1999 hlaut félagið útflutningsverðlaun forseta Íslands.