Sigurbjörg Þrastardóttir ásamt foreldrum sínum, Þresti Stefánssyni og Guðmundu Ólafsdóttur, og ömmu og afa, Ólafi B. Ólafssyni og Öldu Jóhannesdóttur, í Höfða í gær.
Sigurbjörg Þrastardóttir ásamt foreldrum sínum, Þresti Stefánssyni og Guðmundu Ólafsdóttur, og ömmu og afa, Ólafi B. Ólafssyni og Öldu Jóhannesdóttur, í Höfða í gær.
SIGURBJÖRG Þrastardóttir hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár, fyrir handrit að skáldsögunni Sólar sögu. Borgarstjóri afhenti Sigurbjörgu verðlaunin við athöfn í Höfða í gær.

SIGURBJÖRG Þrastardóttir hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár, fyrir handrit að skáldsögunni Sólar sögu. Borgarstjóri afhenti Sigurbjörgu verðlaunin við athöfn í Höfða í gær. Sigurbjörg var ánægð með verðlaunin, sem hún fær fyrir sína fyrstu skáldsögu, en hún hefur áður gefið út tvær ljóðabækur. Bókin er saga ungrar íslenskrar stúlku, Sólar, sem býr í erlendri borg, ratar í erfiðleika og tekst á við þá með sínum hætti.

Sigurbjörg segir að hún hafi alltaf brugðist illa við þegar fólk spurði hvenær hún ætlaði að skrifa bók og átti við skáldsögu. "Mér fannst það af og frá að ég myndi semja skáldsögu, fannst þetta alveg sitt hvor greinin." Það fór hins vegar á annan veg: "En þessi skáldsaga byrjaði að vaxa einhvern veginn inni í mér smám saman og mér fannst ég ekki geta skorast undan því að skrá hana," segir Sigurbjörg.