TVEIR íslenskir fimleikahópar - frá Björk og Stjörnunni, kepptu í gær í Frakklandi í Evrópukeppni félagsliða í hópfimleikum. Björk varð í 7.
TVEIR íslenskir fimleikahópar - frá Björk og Stjörnunni, kepptu í gær í Frakklandi í Evrópukeppni félagsliða í hópfimleikum. Björk varð í 7. sæti í undankeppninni og komst í úrslit sem eru í dag, en liðið fékk samtals 24,250 stig í gólfæfingum, dýnustökkum og á trampolíni. Stjarnan endaði í 11. sæti með 23,950 stig en 8 efstu liðin komust áfram af 61 liðum frá 17 þjóðum tóku þátt. Lið Bjarkar skipa Berglind Ómarsdóttir, Brynhildur Eggertsdóttir, Eva Þrastardóttir, Helga S. Ólafsdóttir, Hildur Ketilsdóttir, Hlín Benediktsdóttir, Jenný Magnúsdóttir, Lísa M. Markúsdóttir, Marín Þrastardóttir, Sólrún Haraldsdóttir, Tinna Þórðardóttir og Þórunn Arnardóttir. Stjarnan: Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Lára Kristín Ragnarsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Jóhanna Sigmundsdóttir, Ragnheiður Þ. Ragnarsdóttir, Heiðdís Halldórsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, María K. Árnadóttir, Andrea Guðlaugsdóttir, Stella R. Hilmarsdóttir, Íris Svavarsdóttir og Bergþóra Einarsdóttir.