HAFNFIRSKU rokkararnir í Jet Black Joe lúra undir Bubba kóng með nýja tvöfalda safnplötu sem nefnist hinu sívinsæla safnplötunafni Greatest Hits .
HAFNFIRSKU rokkararnir í Jet Black Joe lúra undir Bubba kóng með nýja tvöfalda safnplötu sem nefnist hinu sívinsæla safnplötunafni Greatest Hits. Hljómsveitin gekk í endurnýjun lífdaganna í fyrra á Eldborgarhátíðinni og fékkst nokkuð við hljómleikahald í kjölfarið, við miklar vinsældir. Á plötunni eru allir helstu smellir sveitarinnar eins og "Rain", "Higher and Higher" og "Falling" ásamt nýjum lögum sem hljóðrituð voru í ár eins og t.d. "Always on My Mind" sem hljómar orðið talsvert í útvarpi. Það er greinilegt að gömlu góðu Jettararnir eiga vísan stað í rokkhjarta Íslendinga eins og þessi góði árangur ber með sér.