SALA á lambakjöti í septembermánuði var svipuð og í september í fyrra eða um 613 tonn. Þetta er mun betri sala en í ágúst en þá seldust einungis 385 tonn af lambakjöti.

SALA á lambakjöti í septembermánuði var svipuð og í september í fyrra eða um 613 tonn. Þetta er mun betri sala en í ágúst en þá seldust einungis 385 tonn af lambakjöti.

Á síðustu 12 mánuðum hefur sala á lambakjöti dregist saman um 7,6% miðað við 12 mánuðina þar á undan. Sala á innanlandsmarkaði nam 6.531 tonni, en framleiðslan á kindakjöti á sama tímabili nam hins vegar 8.613 tonnum.

Samkvæmt ákvörðun landbúnaðarráðherra verða 25% af framleiðslunni á þessu hausti flutt úr landi. Bændasamtökin höfðu lagt til að 28% framleiðslunnar yrðu flutt út, en ráðherra vildi ekki auka útflutninginn svo mikið. Hann hvatti menn til þess að auka sölu á lambakjöti á innanlandsmarkaði og benti á að haustið ætti að vera uppskerutími hvað það varðaði.

Ekki er að fullu komið í ljós hvort þessi hvatnig hefur einhver áhrif. Það er þó ljóst að salan það sem af er þessu hausti er ekki meiri en hún var á sama tíma í fyrra. Salan þyrfti að aukast verulega ef lambakjötið ætti að halda þeirri markaðshlutdeild sem það hafði á síðasta ári.