THORVALDSENSFÉLAGIÐ hefur á undanförnum árum gefið út jólakort til styrktar sjúkum börnum, en félagið hefur starfað að líknarmálum barna vel á aðra öld. Jólakortið í ár er teiknað af Sigríði Bragadóttur, grafískum hönnuði. Myndin heitir Jólaævintýri.
THORVALDSENSFÉLAGIÐ hefur á undanförnum árum gefið út jólakort til styrktar sjúkum börnum, en félagið hefur starfað að líknarmálum barna vel á aðra öld.
Jólakortið í ár er teiknað af Sigríði Bragadóttur, grafískum hönnuði. Myndin heitir Jólaævintýri.
Jólakortin er bæði hægt að fá í stykkjatali eða fimm í pakkningu.
Þau eru seld hjá félaginu og á basar Thorvaldsensfélagsins í Austurstræti, einnig í verslunum Máls og menningar. Hægt er að fá kortin ótextuð og þá hugsuð fyrir fyrirtæki sem vilja prenta sinn eigin texta í kortin.