FJÖRUTÍU og níu manns fórust og um 40 slösuðust þegar eldur kom upp í fangelsi í Marokkó í gær. Varð reykeitrun flestum að bana.
Eldurinn kom upp í einni álmu yfirfulls fangelsis í borginni El Jadida og lagði reykinn frá honum strax um alla bygginguna. Eru fangelsin í landinu 44 talsins og alræmd fyrir ömurlegan aðbúnað auk þess sem fangar eru miklu fleiri en þau eru gerð fyrir. Aðeins á einum áratug hefur föngum fjölgað um næstum helming og eru nú 57.300 að sögn yfirvalda.
Ekki er vitað hvað olli eldsvoðanum en óstaðfestar fréttir eru um að skammhlaup hafi verið ástæðan.
Rabat. AFP.