LÖGREGLAN á Egilsstöðum stóð í gær tvo menn að ólöglegum rjúpnaveiðum á Jökuldalsheiði. Höfðu mennirnir notað vélsleða við veiðarnar auk þess sem hvorugur mannanna gat framvísað veiðikorti í gildi.
LÖGREGLAN á Egilsstöðum stóð í gær tvo menn að ólöglegum rjúpnaveiðum á Jökuldalsheiði.
Höfðu mennirnir notað vélsleða við veiðarnar auk þess sem hvorugur mannanna gat framvísað veiðikorti í gildi. Lögreglan lagði hald á 15 rjúpur sem mennirnir höfðu veitt. Málið er í rannsókn.