SKIPVERJAR á Bylgju VE færðu Náttúrugripasafninu í Vestmannaeyjum furðufisk, svonefndan kjána, í gær.

SKIPVERJAR á Bylgju VE færðu Náttúrugripasafninu í Vestmannaeyjum furðufisk, svonefndan kjána, í gær. Er þetta fimmti kjáninn og jafnframt sá stærsti, sem veiðst hefur við strendur landsins, að sögn Gunnars Jónssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun.

Kjáninn er fjarskyldur skötusel, af sama ættbálki en af annarri ætt. Gunnar gaf þessum furðufiski kjánanafnið, en vísindanafnið er chaunax og tegundarnafnið suttkusi. Fiskurinn getur orðið um eða yfir 30 sm langur og hefur veiðst á um 220 til 1.050 metra dýpi. Gunnar segir að hann hafi veiðst beggja vegna í Atlantshafinu, við Bandaríkin, norðan og vestan Írlands, í Biscayflóa undan Portúgal og í Miðjarðarhafinu.