SR-MJÖL og dótturfélög þess högnuðust um 535 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 31 milljónar króna hagnað á sama tímabili 2001. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og áhrif hlutdeildarfélaga (EBITDA), nam 849 m.kr.

SR-MJÖL og dótturfélög þess högnuðust um 535 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 31 milljónar króna hagnað á sama tímabili 2001. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og áhrif hlutdeildarfélaga (EBITDA), nam 849 m.kr.

Afskriftir voru 433 milljónir, en fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld námu 295 m.kr., aðallega vegna styrkingar íslensku krónunnar. Hlutur í tapi hlutdeildarfélaga nam 30 milljónum á tímabilinu. Veltufé frá rekstri var 875 m.kr.

Rekstartekjur félagsins á tímabilinu námu 5.882 milljónum króna, en rekstrargjöld 5.033 milljónum. Eiginfjárhlutfall var 37%, samanborið við 41% sama tímabil í fyrra. Veltufjárhlutfall var 1,3, en var 0,89 fyrstu níu mánuði ársins 2001.

Frá áramótum hafa verksmiðjur SR-mjöls tekið á móti 333 þúsund tonnum af hráefni, sem er 72 þúsundum, eða 28%, meira en á sama tíma í fyrra. Heildarframleiðsla mjöls nam um 62 þúsundum tonna og lýsis um 24 þúsund tonnum.

Á stjórnarfundi í SR-mjöli í gær var samþykkt samrunaáætlun um að sameina Valtý Þorsteinsson ehf. félaginu, en allir hlutir í því félagi eru í eigu SR-mjöls hf. Samrunaáætlunin var einnig samþykkt af stjórn Valtýs Þorsteinssonar ehf. Samruninn miðast við 1. júlí 2002 og er gert ráð fyrir að unnt verði að staðfesta samrunann í desembermánuði n.k. Samruninn hefur engin áhrif á samstæðureikning SR-mjöls.