Guðbrandur Sigurðsson
Guðbrandur Sigurðsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
"KAUPIN á Boyd Line hafa átt sér nokkuð langan aðdraganda. Þau eru liður í þeirri stefnu ÚA að efla starfsemi félagsins á sviði sjófrystingar.

"KAUPIN á Boyd Line hafa átt sér nokkuð langan aðdraganda. Þau eru liður í þeirri stefnu ÚA að efla starfsemi félagsins á sviði sjófrystingar. Hinsvegar er ljóst að auka þarf veltu Boyd Line frá því sem nú er og í því sambandi höfum við meðal annars áhuga á því að skoða möguleika á frumvinnslu í landi í Bretlandi.

Það er mikilvægur áfangi fyrir félagið að koma sér upp starfsemi á sviði fiskveiða innan Evrópusambandsins og skapar því ný sóknarfæri í framtíðinni. Það er mjög spennandi fyrir okkur að fá þarna starfsstöð innan Evrópusambandsins og vera með skip sem eru að veiða úr kvóta sambandsins. Það er mikilvægt fyrir jafnstórt fyrirtæki og ÚA að fylgjast náið með á þeim vettvangi," segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA.