ÞÓTT Ólafur Stefánsson hafi ekki látið mikið að sér kveða við markaskorun á heimsbikarmótinu hefur hann átt þátt í mörgum mörkum íslenska liðsins á heimsbikarmótinu. Ólafur er í öðru sæti yfir þá leikmenn sem átt hafa flestar stoðsendingar. Ólafur er með 12 stoðsendingar sem gefið hafa mörk.
Efstur er leikstjórnandi Rússa, Igor Lavrov, með 14. Í þriðja og fjórða sæti eru Nedeljko Jovanovic, Júgóslavíu, og Daniel Stephan, Þýskalandi, með 11 stoðsendingar hvor. Patrekur Jóhannesson er síðan í fimmta sæti með 10 stoðsendingar í leikjunum þremur. Sigurður Bjarnason kemur næstur á eftir þeim Ólafi og Patreki með 5 stoðsendingar.