HÓPUR fjárfesta í Noregi bauð í gær eina norska krónu í öll hlutabréf knattspyrnuliðsins Brann, eða rúmlega 10 ísk. kr. Hluthafarnir fengu tilboð um að skuldir félagsins yrðu yfirteknar en þær nema rúmlega 700 millj. ísl. kr.

HÓPUR fjárfesta í Noregi bauð í gær eina norska krónu í öll hlutabréf knattspyrnuliðsins Brann, eða rúmlega 10 ísk. kr.

Hluthafarnir fengu tilboð um að skuldir félagsins yrðu yfirteknar en þær nema rúmlega 700 millj. ísl. kr. Í frétt Bergens Tidende segir að þeir sem standi að tilboðinu ætli að skipa nýja stjórn gangi hluthafar að kauptilboði þeirra. Teitur Þórðarson er þjálfari liðsins, sem leikur í dag fyrri leikinn gegn Sandefjord um hvort liðið fær að vera í hópi þeirra bestu.