GEIR Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að KSÍ sleppi við sektargreiðslu frá aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, en mótareglur voru brotnar á landsleik Íslendinga og Skota í undankeppni EM sem fram fór...
GEIR Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að KSÍ sleppi við sektargreiðslu frá aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, en mótareglur voru brotnar á landsleik Íslendinga og Skota í undankeppni EM sem fram fór á Laugardalsvelli í síðasta mánuði. Töluverður hópur stuðningsmanna skoska landsliðsins var ekki í sætum eins og skylda er heldur stóð hann í stæðum sitt hvorum megin við stúkurnar og þurfti lögreglan að hafa afskipti af þeim. "Það hefur ekkert mál verið gert út á KSÍ vegna þessa atviks og ég held að við sleppum við sekt úr þessu. Ég hef rætt við menn frá UEFA sem hafa með þessi mál að gera og þeir skilja aðstöðuleysi okkar og að við munum gera úrbætur," sagði Geir Þorsteinsson.