SAMFYLKINGARFÉLAGAR í suðvesturkjördæmi hafa úr ellefu hæfum frambjóðendum að velja í flokksvali hinn 9. nóvember nk. Ég fagna því sérstaklega að Katrín Júlíusdóttir varaþingmaður skuli gefa kost á sér í flokksvalinu.

SAMFYLKINGARFÉLAGAR í suðvesturkjördæmi hafa úr ellefu hæfum frambjóðendum að velja í flokksvali hinn 9. nóvember nk. Ég fagna því sérstaklega að Katrín Júlíusdóttir varaþingmaður skuli gefa kost á sér í flokksvalinu.

Þrátt fyrir ungan aldur er Katrín enginn nýliði í stjórnmálum. Hún hóf stjórnmálaþátttöku fyrir nær áratug og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hún var framkvæmdastjóri Stúdentaráðs og formaður Ungra jafnaðarmanna, en er nú varaformaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.

Katrín hefur einnig fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, meðal annars af verslunarrekstri og verkefnastjórn hjá hugbúnaðarfyrirtæki. Hún hefur sýnt það og sannað að þarna er framsækin og dugmikil kona á ferð.

Ég kynntist Kötu fyrst í stjórn Grósku, en markmið félagsins var sameining jafnaðarmanna. Sameiningin varð að veruleika og síðan höfum við starfað saman í Kópavogslistanum, Ungum jafnaðarmönnum og loks í Samfylkingunni.

Katrín Júlíusdóttir er hugsjónamanneskja sem leggur áherslu á málefni ungs fólks, menntamál og Evrópumál. Hún er verðugur fulltrúi nýrrar kynslóðar á Alþingi og ég hvet alla Samfylkingarfélaga í suðvesturkjördæmi til þess að styðja hana.

Svala Jónsdóttir, Kópavogi, skrifar:

Höf.: Svala Jónsdóttir, Kópavogi,