HAFNFIRÐINGUM er í fersku minni þegar Guðmundur Árni Stefánsson settist í stól bæjarstjóra árið 1986. Eitthvert glæsilegasta kjörtímabil í sögu bæjarins fór í hönd undir stjórn hans og kosningasigurinn 1990 undirstrikaði það. Guðmundur Árni er maður sem getur og þorir. Hann er jafnaðarmaður af hugsjón og allur málflutningur hans er tengdur sýn um samfélag réttlætis og jöfnuðar.
Í störfum sínum hefur Guðmundur Árni nýtt reynslu sína á jákvæðan hátt. Auk þess að gegna mikilvægum störfum á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili hefur hann tekið að sér ábyrgðarstörf innan íþróttahreyfingarinnar svo dæmi sé tekið. Reynsluheimur hans í bæjarpólitík og síðar í landsmálum gefur honum ákaflega víða sýn og hvar sem hann kemur fylgir honum snerpa þar sem honum tekst að greina hismið frá kjarnanum.
Guðmundur Árni Stefánsson sækist eftir forystusæti Samfylkingarinnar í öðru stærsta kjördæmi landsins. Við þurfum á honum að halda og ég hvet allt Samfylkingarfólk til að tryggja honum 1. sætið þann 9. nóvember.
Leifur Helgason kennari skrifar: