ÞAÐ er alkunna að ekki er mikill fjöldi ungs fólks á Alþingi um þessar mundir. Ýmislegt hefur stuðlað að þeirri þróun, t.a.m. áhersla stjórnmálaflokkanna á opin prófkjör undanfarin ár.

ÞAÐ er alkunna að ekki er mikill fjöldi ungs fólks á Alþingi um þessar mundir. Ýmislegt hefur stuðlað að þeirri þróun, t.a.m. áhersla stjórnmálaflokkanna á opin prófkjör undanfarin ár. Það er því alltaf gleðilegt að efnilegt ungt fólk skuli vilja helga krafta sína stjórnmálunum, ungt fólk á borð við Ágúst Ólaf Ágústsson. Ágúst hefur vaxið mjög af störfum sínum fyrir UJ. Ágúst hefur að auki verið atkvæðamikill pistlahöfundur á vefritinu Pólitík.is, sett mál sitt fram á rökvísan og öfgalausan hátt, auk þess sem skynsemi þessa unga manns og einlægur velvilji hans í garð meðbræðra sinna skína þar vel í gegn. Það er því von mín að Samfylkingarfólk í Reykjavík muni eftir Ágústi, þegar það fer og tekur þátt í innanflokksvalinu á framboðslista flokksins. Samfylkingin þarf sannarlega á góðu fólki að halda framarlega á framboðslista sína fyrir kosningarnar í vor og Ágúst er að mínu mati einn þeirra sem erindi eiga í þann slag.

Svo kjósum við auðvitað Bryndísi Hlöðversdóttur til forystu.

Magnús Árni Magnússon skrifar:

Höf.: Magnús Árni Magnússon