Jörundur Áki Sveinsson
Jörundur Áki Sveinsson
JÖRUNDUR Áki Sveinsson hefur ákveðið að hætta störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu í næsta mánuði, að loknum vináttuleiknum gegn Bandaríkjunum í Charleston þann 16. febrúar. Jörundur er jafnframt þjálfari karlaliðs Breiðabliks.

JÖRUNDUR Áki Sveinsson hefur ákveðið að hætta störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu í næsta mánuði, að loknum vináttuleiknum gegn Bandaríkjunum í Charleston þann 16. febrúar. Jörundur er jafnframt þjálfari karlaliðs Breiðabliks.

"Þetta hefur legið í loftinu en ég vildi bíða og sjá leikdagana hjá landsliðinu í Evrópukeppninni. Þeir reyndust mjög óhagstæðir og álagstímarnir hjá landsliðinu og Breiðabliki hefðu rekist á. Ég sá því aðeins eina leið færa, velja á milli, og ákvað að einbeita mér að Breiðabliki. Það er þó mikil eftirsjá í landsliðsstarfinu, þar er frábær hópur og okkur gekk vonum framar," sagði Jörundur Áki við Morgunblaðið í gær.

Leit að eftirmanni hans er hafin og stefnt er að því að sá sem tekur við af Jörundi geti farið með liðinu til Bandaríkjanna.