FRÁ og með 1. febrúar býður Olíufélagið upp á aukið þjónustuval við afgreiðslu á eldsneyti á Sauðárkróki og Ísafirði. Komið hefur verið fyrir sjálfsafgreiðsludælum og boðið verður upp á tveggja króna afslátt fyrir þá sem kjósa þann valkost.

FRÁ og með 1. febrúar býður Olíufélagið upp á aukið þjónustuval við afgreiðslu á eldsneyti á Sauðárkróki og Ísafirði. Komið hefur verið fyrir sjálfsafgreiðsludælum og boðið verður upp á tveggja króna afslátt fyrir þá sem kjósa þann valkost. Í Borgarnesi verður sjálfsafgreiðsluafsláttur aukinn úr tveimur krónum í fjórar.

Um þessi mánaðamót bætast í hóp sjálfsalastöðva Grundarfjörður og Búðardalur en þá eru sjálfsalastöðvar á landsbyggðinni orðnar yfir 30 talsins. Afsláttur í þessum stöðvum verður nú aukinn úr 1,20 kr. í 2 kr.

Af þessu tilefni býður Olíufélagið í dag 10 króna afslátt í sjálfsafgreiðslu á eldsneyti á Ísafirði, Sauðárkróki, í Grundarfirði, Borgarnesi og Búðardal. Að auki bjóða þessar stöðvar upp á 30% afslátt af þurrkublöðum, rúðuvökva og tjöruhreinsi í febrúarmánuði.