UNNIÐ var að því í gær að koma flutningabíl með tengivagn á réttan kjöl en hann valt á hliðina í Mjóafirði á fimmtudagskvöld. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði varð óhappið við Djúpmannabúð.

UNNIÐ var að því í gær að koma flutningabíl með tengivagn á réttan kjöl en hann valt á hliðina í Mjóafirði á fimmtudagskvöld. Ökumaðurinn slapp ómeiddur.

Að sögn lögreglunnar á Ísafirði varð óhappið við Djúpmannabúð. Þar er kröpp beygja á veginum og sagði ökumaður svo frá að þegar hann ók bílnum í beygjuna feykti kröpp vindhviða honum á hliðina og valt hann niður um þriggja metra háan vegarkant. Ökumaðurinn meiddist ekki og fékk hann far að næsta bæ með öðrum flutningabíl.