BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hefur ákveðið að leggja niður embætti byggingafulltrúa og ganga til samninga við Verkfræðistofu Suðurnesja um þjónustusamning um alla tæknivinnu.

BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hefur ákveðið að leggja niður embætti byggingafulltrúa og ganga til samninga við Verkfræðistofu Suðurnesja um þjónustusamning um alla tæknivinnu. Tillaga þess efnis var samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum Framsóknarflokksins.

Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár samþykktu fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks umrædda skipulagsbreytingu. Fram kemur að samið verður við Verkfræðistofu Suðurnesja um þá tæknivinnu sem unnin hefur verið af byggingafulltrúa og tveimur verkfræðistofum. Jafnframt var bæjarstjóra falið að segja byggingarfulltrúa upp störfum.

Fram kemur í greinargerð að Grindavíkurkaupstaður hafi keypt að verulega tækni- og verkfræðiþjónustu, eða fyrir um 24 milljónir á ári að meðaltali, og kostnaðurinn sé um 30 milljónir með starfi byggingafulltrúa. Með samningum við Verkfræðistofu Suðurnesja sem mun opna útibú í Grindavík telur meirihlutinn unnt að minnka þennan kostnað um 30% á ári og gæti sá sparnaður numið 2-3 milljónum, að mati meirihlutans.

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. Þeir gagnrýna undirbúning tillöguflutningsins og hafna útreikningum bæjarstjóra á sparnaði.