Jóhannes Ólafsson í verslun Meindýravarna Suðurlands.
Jóhannes Ólafsson í verslun Meindýravarna Suðurlands.
"TALI maður við rafvirkja um hvað það sé helst sem orsakar bilanir í rafmagnstækjum er svarið mjög oft að mýs hafi nagað rafmagnsvírana.

"TALI maður við rafvirkja um hvað það sé helst sem orsakar bilanir í rafmagnstækjum er svarið mjög oft að mýs hafi nagað rafmagnsvírana. Þannig að meindýr geta valdið ótrúlegum skaða og það er hægt að spara ótrúlega mikið með því að vera með eina músagildru fasta við húsið utandyra," segir Jóhannes Ólafsson hjá Meindýravörnum Suðurlands á Selfossi.

Jafnframt meindýravörnunum starfrækir Jóhannes einu verslunina á landinu sem sérhæfir sig í músagildrum og vörnum gegn músum. Er þar um að ræða gömlu góðu gildrurnar, en auk þess aðrar og nýrri tegundir með límplötum og einnig með eitri. Þá er hann með í boði ýmsar gerðir flugnaljósa til að nota innandyra en einnig til að hafa úti og eru það þá helst geitungar sem sóst er eftir að fanga.

"Það er mjög vinsælt að fá okkur í heimsókn einu sinni á ári til að eitra fyrir húsflugunni en margir eru í áskrift hjá okkur með þetta."