UNDANFARIÐ hafa verið sett upp á Eyrarbakka skilti sem vísa ferðamönnum og öðrum á markverða staði, sögulega eða örnefni. Skiltið sem meðfylgjandi mynd er af er eitt það nýjasta.

UNDANFARIÐ hafa verið sett upp á Eyrarbakka skilti sem vísa ferðamönnum og öðrum á markverða staði, sögulega eða örnefni.

Skiltið sem meðfylgjandi mynd er af er eitt það nýjasta. Eins og sjá má af textanum er ekkert land milli Eyrarbakka og Suðurskautslandsins. Þá bendir skiltið einnig til Skipamels, sem er vestur við Ölfusá og einnig á Drepstokk, en þar bjó Herjólfur Bárðarson, einn þeirra bænda sem tóku sig upp og fluttu til Grænlands með Eiríki Rauða.

Sonur hans Bjarni Herjólfsson var í siglingum og hafði þann háttinn á að dvelja með föður sínum annan veturinn en í Noregi hinn. Þegar Bjarni kom úr siglingu árið 986 kemst hann að raun um flutning föður síns til Grænlands og þar sem hann hafði einnig heyrt að trjáviðar myndi vera vant á því landi ákvað hann að sigla í kjölfar föður síns, enda með tráviðarfarm.

Í þeirri ferð fann hann nýtt land og sigldi norður með ströndum þess og síðan til Grænlands. Þetta nýja land var Ameríka og Bjarni því fyrsti Evrópumaðurinn sem hana leit augum. Það mun hafa verið árið eftir, 987 sem Bjarni segir frá landafundi sínum við hirð Eiríks jarls Hákonarsonar. Þegar Bjarni lét af siglingum seldi hann Leifi Eiríkssyni skip sitt og ef til vill hefur hann einnig kennt honum leyndardóma siglingafræðinnar.