Sunnudagur fer í hvíld hjá Maríu D. Aðalsteinsdóttur en aðra daga hreyfir hún sig yfirleitt í eina klukkustund.
Sunnudagur fer í hvíld hjá Maríu D. Aðalsteinsdóttur en aðra daga hreyfir hún sig yfirleitt í eina klukkustund.
MARÍA Dögg Aðalsteinsdóttir hefur breytt um lífsstíl til frambúðar. Fyrir tveimur árum hafði hún aldrei stigið fæti inn í líkamsræktarstöð og lítið hugsað um mataræði en ári síðar voru 25 kg farin.

MARÍA Dögg Aðalsteinsdóttir hefur breytt um lífsstíl til frambúðar. Fyrir tveimur árum hafði hún aldrei stigið fæti inn í líkamsræktarstöð og lítið hugsað um mataræði en ári síðar voru 25 kg farin.

"Fyrstu mánuðina mætti ég þrisvar í viku í lokaða leikfimitíma og hóf smám saman að breyta mataræðinu. Ég fór að venja mig á léttari mjólkurvörur og sleppti nánast alveg unnum kjötvörum og majonessalötum. Ég fór líka að drekka vatn og sódavatn í staðinn fyrir gosdrykki. Ávextirnir tóku við af kökum og sælgæti en núna hef ég einn nammidag í viku. Grænmetið er líka stór hluti af öllum mínum máltíðum. Ég borða í dag jafnvel meira en áður, en annars konar fæði.

Eftir æfingar er ég yfirleitt svöng og í stað þess að stinga upp í mig kexi, narta ég í ávexti eða grænmeti. Ef ég er á ferðinni og langar í eitthvað kaupi ég ávexti í stað súkkulaðis við búðarkassann. Ég lifi ekki meinlætalífi, þarf til dæmis ekki að forðast fitu sérstaklega, ég steiki matinn í olíu og smyr brauðið með því smjöri sem mér finnst best, en ég smyr þunnt."

Sunnudagur er hvíldardagur hjá Maríu Dögg en aðra daga hreyfir hún sig yfirleitt í eina klukkustund. "Ég minnist þess ekki að líkamsræktin hafi verið mér erfið, heldur þvert á móti skemmtileg. Ég var orðin leið og vildi gera eitthvað í mínum málum, en auk þess er ég þrjósk og ætlaði mér að standa mig. Fljótlega fór ég að hlakka til þess að mæta í tíma og fannst ég vera að svíkja sjálfa mig ef ég mætti ekki. Ég held að öllum hljóti að líða miklu betur ef þeir hreyfa sig og mér finnst mikil hvíld í að reyna á líkamann en ekki höfuðið eftir erfiðan vinnudag. Í dag finnst mér ég vera meira lifandi en nokkru sinni."