LOÐNUAFLINN frá áramótum er nú orðinn um 210.000 tonn samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Er þessi afli mun meiri en í fyrra. Kvótinn var nýlega aukinn og er heildarkvóti íslenzkra skipa samkvæmt honum 660.000 tonn.

LOÐNUAFLINN frá áramótum er nú orðinn um 210.000 tonn samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Er þessi afli mun meiri en í fyrra.

Kvótinn var nýlega aukinn og er heildarkvóti íslenzkra skipa samkvæmt honum 660.000 tonn. Á sumar- og haustvertíðinni veiddust tæplega 180.000 tonn. Heildarafli er því um 390.000 tonn og óveidd eru samkvæmt því um 270.000 tonn.

Gert er ráð fyrir því að kvótinn verði aukinn enn frekar þegar líður á febrúar.

Loðnu hefur verið landað víða um land, en fjórar löndunarhafnir skera sig úr. Mestu hefur verið landað hjá SR mjöli á Seyðisfirði, 26.600 tonnum, 25.400 tonnum hefur verið landað í Neskaupstað, 24.300 á Eskifirði og 22.700 í Grindavík.