ÓLAFUR Þór Gunnarsson knattspyrnumarkvörður skrifar í dag undir tveggja ára samning við Val samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

ÓLAFUR Þór Gunnarsson knattspyrnumarkvörður skrifar í dag undir tveggja ára samning við Val samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ólafur Þór hefur undanfarnar fjórar leiktíðir staðið í marki Skagamann en var laus mála á þeim bæ þegar Þórður Þórðarson gekk til liðs við ÍA á dögunum.

Ólafur Þór er fjórði leikmaðurinn sem kemur í raðir Valsmanna. Hinir eru Hálfdán Gíslason, einnig frá ÍA, Jóhann Möller frá FH og Kristinn Lárusson, en hann ákvað að draga fram skóna eftir eins árs frí. Ólafur Þór á að baki 89 leiki í efstu deild, 72 fyrir ÍA og 18 með ÍR. Hann hefur leikið einn A-landsleik, gegn heimsmeisturum Brasilíu sl. vor.