MAÐUR í borginni Braga í Portúgal var færður til yfirheyrslu á lögreglustöð vegna gruns um að hann hefði stolið farsíma. Er lögreglumaðurinn brá sér frá eitt andartak stal maðurinn farsíma hans.

MAÐUR í borginni Braga í Portúgal var færður til yfirheyrslu á lögreglustöð vegna gruns um að hann hefði stolið farsíma. Er lögreglumaðurinn brá sér frá eitt andartak stal maðurinn farsíma hans.

Þegar lögreglumaðurinn kom aftur inn í herbergið tók hann eftir því að síminn var horfinn. Hann hélt sig hafa gleymt honum einhvers staðar og hringdi því í númerið.

Kunnuglegir tónar heyrðust þá frá ökkla hins handtekna sem hafði falið þýfið í öðrum sokknum. Þjófurinn var þegar í stað kærður.

Lissabon. AFP.