Atriði úr Dead Presidents.
Atriði úr Dead Presidents.
Spennumyndin Dauðir forsetar ( Dead Presidents ) verður sýnd í Sjónvarpinu í kvöld.

Spennumyndin Dauðir forsetar (Dead Presidents) verður sýnd í Sjónvarpinu í kvöld. Hér er á ferðinni umdeild gæðamynd frá árinu 1995 eftir þá Hughes bræður, Albert og Allan sem slógu gegn tveimur árum fyrr með myndinni Ógnun við samfélagið (Menace II Society). Sagan segir af ungum blökkumanni sem kemur örþreyttur heim í Víetnam-stríðinu árið 1973 og felst á að taka þátt í peningaráni til bæta sinn hag. Ýmislegt fer þó öðruvísi en ætlað var. Sérstaða myndarinnar felst í óvenju ofbeldisfullum atriðum og krassandi myndatöku þeirra bræðra, máttur myrkranna er notaður til hins ýtrasta. Árið 2001 gerðu þeir svo myndina Úr víti (From Hell), sem byggðist á myndasögu um Kviðristu-Kobba og skartar Johnny Depp í aðalhlutverki.

Myndin er sýnd kl. 22.45 og að gefnu tilefni skal það tekið fram að myndin er stranglega bönnuð innan 16 ára.