Lokaáfangi við byggingu og frágang Náttúrufræðahúss í Vatnsmýrinni austan við Norræna húsið er nú að hefjast. Taka á húsið, sem er m.a. ætlað líffræði og jarðfræði við Háskóla Íslands, í notkun 25. ágúst næstkomandi.
Lokaáfangi við byggingu og frágang Náttúrufræðahúss í Vatnsmýrinni austan við Norræna húsið er nú að hefjast. Taka á húsið, sem er m.a. ætlað líffræði og jarðfræði við Háskóla Íslands, í notkun 25. ágúst næstkomandi.
FRAMKVÆMDIR við hið nýja Náttúrufræðahús Háskóla Íslands í Vatnsmýri ganga vel. Í gær var væntanlegum notendum hússins boðið að skoða húsakynnin áður en lokaáfangi framkvæmda við bygginguna hefst. Stefnt er að því að kennsla í húsinu hefjist 25.

FRAMKVÆMDIR við hið nýja Náttúrufræðahús Háskóla Íslands í Vatnsmýri ganga vel. Í gær var væntanlegum notendum hússins boðið að skoða húsakynnin áður en lokaáfangi framkvæmda við bygginguna hefst. Stefnt er að því að kennsla í húsinu hefjist 25. ágúst næstkomandi og að allir notendur hússins verði fluttir inn fyrir næstu jól.

Í Náttúrufræðahúsinu verður starfsaðstaða fyrir um 120 starfsmenn og sáu flestir þeirra sér fært að kynna sér hvernig framtíðarvinnustaðurinn mun líta út, að sögn Ingjalds Hannibalssonar, framkvæmdastjóra rekstrar- og framkvæmdasviðs HÍ.

Að sögn hans hafa byggingarpallar sem voru inni í húsinu nú verið teknir niður og því gafst tækifæri á að skoða bygginguna.

Glæsileg bygging og góður vinnustaður

"Þetta verður mjög glæsileg bygging og góður vinnustaður fyrir kennara, sérfræðinga og nemendur," segir Ingjaldur.

Um þessar myndir er verið að leggja granít á opin svæði í húsinu, að sögn hans. Opnuð hafa verið tilboð í raflögn og tölvulagnir og tilboð í loftræstikerfi verða opnuð í næstu viku. Þá verða fljótlega einnig opnuð tilboð í veggi sem verða að miklu leyti úr gleri. Því næst hefst málningar- og trésmíðavinna, dúklagningar o.fl. "Við reiknum með að síðustu útboð fari fram í fyrri hluta mars og eiga svo allir verktakar að vera búnir með sín verk í hluta hússins fyrir 20. ágúst. Kennsla hefst 25. ágúst en þá verður hluti hússins tilbúinn. Notendur munu svo flytja inn smám saman á næstu mánuðum þar á eftir."