[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÍRAK AFVOPNIST STRAX George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sögðu í gær að Írakar yrðu að afvopnast strax, ella mættu þeir vænta aðgerða af hálfu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.

ÍRAK AFVOPNIST STRAX

George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sögðu í gær að Írakar yrðu að afvopnast strax, ella mættu þeir vænta aðgerða af hálfu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Bush sagðist ekki mótfallinn nýrri ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ef hún yrði til að sýna Saddam Hussein, forseta Íraks, að full alvara væri á bak við þann ásetning að afvopna Íraka. Ný ályktun væri hins vegar engin forsenda þess að hægt yrði að grípa til aðgerða.

Mörk friðlands verði virt

Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði, telur að Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra, hafi með úrskurði sínum um Norðlingaölduveitu mótað afdráttarlausa stefnu um að virða beri mörk friðlandsins í Þjórsárverum.

Góður gróði hjá Bakkavör

Hagnaður Bakkavarar á síðasta ári var 1.556 milljónir króna eftir skatta og er þetta um 307% aukning frá því árið áður þegar hagnaður var 382 milljónir króna. Þetta er besta afkoma félagsins frá upphafi.

Al-Qaeda að verki?

Öflug sprengja varð 18 manns að bana í Afganistan en yfirvöld í landinu telja víst að liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna eða talibanar hafi komið sprengjunni fyrir.

Neikvæð ávöxtun

Nafnávöxtun Sameinaða lífeyrissjóðsins var í fyrra neikvæð um 8,1% og raunávöxtunin var neikvæð um 9,9%. Slök ávöxtun er sögð skýrast af mikilli lækkun á verði erlendra verðbréfa sjóðsins.