Í dag er laugardagur 1. febrúar, 32. dagur ársins 2003. Brígidarmessa. Orð dagsins: En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs.

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Dellach kemur í dag. Árni Friðriksson og Venus fara í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Hrafn Sveinbjarnarson fór í gær.

Mannamót

Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Dansleikur föstudaginn 7. janúar kl. 20.30. Cabrí Tríó leikur fyrir dansi.

Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10-13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í hádegi. Göngu-Hrólfar og Hananú-hópurinn hittast í Ásgarði Glæsibæ kl. 10 í dag. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími5882111.

Félag eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Bókband í dag kl. 10-12.

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni. Gönguhópurinn leggur af stað frá Hlégarði klukkan 11. Allir velkomnir. Fólk er beðið að taka börn og barnabörn með. Skrifstofan er opin á þriðjudögum frá kl. 10-12. Alltaf heitt á könnunni.

Gerðuberg, félagsstarf. Föstudaginn 7. febrúar, kl. 20-23.30, dansleikur, hljómsveit Hjördísar Geirs sér um góða stemningu, húsið opnað kl. 19.30. Allir velkomnir. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 5757720.

Gullsmári, Gullsmára 13. Þorrablótið hefst í dag kl. 18.

Vesturgata 7. Þorrablót verður föstudaginn 7. febrúar. Húsið opnað kl. 17. Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir leikur á flygilinn og stjórnar fjöldasöng. Kór félagsstarfs aldraðra syngur undir stjórn hennar. Veislustjóri: Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, þorrahlaðborð. Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir. Happdrætti. Danssýning, nemendur frá dansskóla Jóns Péturs og Köru. Guðmundur Haukur Jónsson leikur og syngur fyrir dansi.

Skráning í s. 5627077. Sækja þarf aðgöngumiða fyrir þriðjudaginn 4. febrúar.

Gönguklúbbur Hana-nú . Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9.

Karlakórinn Kátir karlar, æfingar á þriðjudögum kl. 13 í Félags- og þjónustumiðstöðinni Árskógum 4. Söngstjóri er Úlrik Ólason. Vantar söngmenn í fyrsta og annan tenór.Tekið við pöntunum í söng í s.5535979 Jón, s.5518857 Guðjón eða s. 5532725 Stefán.

Lífeyrisþegadeild SFR. Þorrablótið er í dag kl. 12 í félagsmiðstöðinni Grettisgötu 89, 4. hæð. Upplestur Baldvin Halldórsson.

Félag kennara á eftirlaunum heldur skemmtifund laugardaginn 1. febrúar klukkan 13. 30 í Húnabúð, Skeifunni 11. Félagsvist og veislukaffi. Guðrún Friðriksdóttir les úr nýútkominni bók sinni.

Breiðfirðingafélagið félagsvist í Breiðfirðingabúð á morgun, sunnudag kl. 14. Allir velkomnir. Kaffiveitingar.

Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 5303600.

Stuðningsfundir fyrrverandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reykingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30.

GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3-5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30.

Samtök þolenda kynferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna.

Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14.

Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14-17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti.

(I.Kor. 2, 10.)