YFIRGNÆFANDI líkur eru til að Snorri Sturluson sé höfundur Egils sögu að mati Vésteins Ólasonar og Örnólfs Thorssonar, ritstjóra Ritsafns Snorra Sturlusonar.

YFIRGNÆFANDI líkur eru til að Snorri Sturluson sé höfundur Egils sögu að mati Vésteins Ólasonar og Örnólfs Thorssonar, ritstjóra Ritsafns Snorra Sturlusonar. Í grein sinni í Lesbók í dag svara þeir gagnrýni Guðrúnar Nordal þess efnis að Snorri hafi ekki skrifað söguna.

Þeir Vésteinn og Örnólfur segja m.a. að ekki sé hægt að sanna að Snorri sé höfundur Eglu með rökum sem "mundu nægja til að sakfella afbrotamann". Þá segja þeir að út í hött sé að velta fyrir sér höfundum og aldri íslenskra lausamálsverka frá miðöldum og Snorri sé ekki höfundur neinna verka, heldur séu margir höfundar þeirra verka sem honum hafa verið eignuð. Þá segja þeir að máli skipti að vita eitthvað um hvers konar maður hafi samið verk eins og Egils sögu og hugsanlega hvenær. Ekki sé þetta síst mikilvægt ef sami maður hafi samið fleiri verk.