ÞOTA frá Flugfélaginu Atlanta er notuð um þessar mundir til flutninga fyrir breska varnarmálaráðuneytið. Þotan er í leigu hjá breska flugfélaginu Excel sem Atlanta hefur flogið fyrir um tíma og hefur Excel samið um verkefnið við varnarmálaráðuneytið.

ÞOTA frá Flugfélaginu Atlanta er notuð um þessar mundir til flutninga fyrir breska varnarmálaráðuneytið. Þotan er í leigu hjá breska flugfélaginu Excel sem Atlanta hefur flogið fyrir um tíma og hefur Excel samið um verkefnið við varnarmálaráðuneytið.

Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér er flogið með breska hermenn og starfsmenn varnarmálaráðuneytisins frá London til Kúveit. Meðal þeirra starfsmanna Atlanta sem sinna fluginu eru þrjár íslenskar áhafnir. Verkefnið er ekki hluti af samkomulagi sem íslenska utanríkisráðuneytið hefur gert við NATO um að leggja til fjármagn vegna flutningaverkefna.