Þær urðu fyrstar þetta árið. F.v. María, Þórey, Fjóla og Anna. Sigrún Hauksdóttir sem var fyrst er á bak við Önnu.
Þær urðu fyrstar þetta árið. F.v. María, Þórey, Fjóla og Anna. Sigrún Hauksdóttir sem var fyrst er á bak við Önnu.
HIÐ árlega þorrablót Hjónaklúbbsins í Grundarfirði verður haldið laugardaginn 1. febrúar nk. Um nokkurra ára skeið hefur það tíðkast að miðar eru seldir helgina á undan hjá einhverjum stjórnarmeðlima.
HIÐ árlega þorrablót Hjónaklúbbsins í Grundarfirði verður haldið laugardaginn 1. febrúar nk. Um nokkurra ára skeið hefur það tíðkast að miðar eru seldir helgina á undan hjá einhverjum stjórnarmeðlima. Samkeppni hefur skapast um það hver fyrstur verður í röðinni eða fyrstur á húninn. Sunnudaginn 26. janúar sl. var sala hafin fyrir komandi þorrablót og þar var fyrsti gesturinn mættur kl. 10 um morguninn en salan hófst síðan kl. 19.15 um kvöldið. Eftir því sem á daginn líður fjölgar í röðinni og er þar ýmislegt dundað til að stytta mönnum stundir, m.a. var sjónvarpi stillt út í glugga svo hægt væri að fylgjast með strákunum okkar í handbolta tapa fyrir Þjóðverjum. Árni kaupmaður í Tanga var mættur með gítarinn eftir miðjan dag og skapaðist þá útihátíðarstemning. Á þorrablótinu sjálfu er síðan sá verðlaunaður sem fyrstur var á húninn þetta árið. Verðlaunin eru að sjálfsögðu hurðarhúnn og sitthvað fleira.