Elín Arnar rithöfundur með börnum úr Breiðagerðisskóla.
Elín Arnar rithöfundur með börnum úr Breiðagerðisskóla.
BÓKIN Afhverju Hvernigson og regnboginn eftir Elínu Arnar kom nýverið út hjá bókaforlaginu Sölku. Þar segir frá Afhverju sem býr í Spurningalandi og vinkonu hans, Afþvíbara.
BÓKIN Afhverju Hvernigson og regnboginn eftir Elínu Arnar kom nýverið út hjá bókaforlaginu Sölku. Þar segir frá Afhverju sem býr í Spurningalandi og vinkonu hans, Afþvíbara. Á dögunum heimsótti Elín Arnar sjö og átta ára gömul börn í Breiðagerðisskóla og Varmárskóla. Hún las söguna fyrir þau og síðan spunnust umræður um nauðsyn þess að spyrja og vera opin fyrir því sem er að gerast í kringum okkur. Börnin unnu verkefni úr bókinni og máluðu síðan stóran regnboga sem þau fylltu af spurningum. Þar mátti m.a. sjá eftirfarandi hugleiðingar: "Af hverju hneggja hestar og hvers vegna stríða krakkar sumum en ekki öðrum? Af hverju er guð til og til hvers í ósköpunum þarf ég að vera í skóla?!" Ætlunin er að heimsækja fleiri skóla á næstunni.