1 Stímabrak er í straumi, stend eg þar undir hendur, boðar um báðar síður og brjóst mér hnellnir skella. Á tæpu veð og vaði, vefst mér grjót fyri fótum, klýf eg samt strauminn kræfur og kemst án grands að landi.

1

Stímabrak er í straumi,

stend eg þar undir hendur,

boðar um báðar síður

og brjóst mér hnellnir skella.

Á tæpu veð og vaði,

vefst mér grjót fyri fótum,

klýf eg samt strauminn kræfur

og kemst án grands að landi.

2

Harðan mótvind að hreppa

hart er meðan það stendur á,

samt vil eg síður sleppa

sæluhöfn góðri, en meðbyr fá,

er mig ber til illra staða,

auðnan lér þá tóman skaða -

hnaukið er, sem hvíldina gjörir glaða.

Bjarni Thorarensen (1786-1841) var rómantískt ljóðskáld og dómari í Landsyfirrétti.