Biðskýli sem reist var fyrir  unglinga sem sækja skóla til  Selfoss.
Biðskýli sem reist var fyrir unglinga sem sækja skóla til Selfoss.
BÚIÐ er að reisa tvö biðskýli í Hveragerði. Þau eru staðsett neðst við Laufskóga og á horni Grænumarkar og Austurmarkar.

BÚIÐ er að reisa tvö biðskýli í Hveragerði. Þau eru staðsett neðst við Laufskóga og á horni Grænumarkar og Austurmarkar. Skýli þessi hafa það hlutverk að skýla skólafólki sem sækir menntun sína í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, á meðan beðið er eftir skólabílnum.

Að sögn Orra Hlöðverssonar bæjarstjóra, ákvað bæjarstjórnin að hrinda í framkvæmd byggingu skýlanna. Fyrirmyndin er sótt til Akureyrar, en norðanmenn hafa notað þessi skýli í nokkurn tíma og hafa þau líkað vel. Einn kostur þeirra er að þau þurfa lítið viðhald. Skýlin eru keypt í gegnum Seglagerðina sem flytur þau inn frá Danmörku. Starfsmenn áhaldahússins hér í bæ sáu um uppsetningu skýlanna ásamt Ólafi Óskarssyni smið og Þorsteini Hannibalssyni sem rekur jarðvinnslufyrirtækið Garpar.