ÍRSKA lággjaldaflugfélagið Ryanair tilkynnti í gær að það hygðist kaupa lággjaldaflugfélagið Buzz af hollenska flugfélaginu KLM. Ryanair greiðir 23,9 milljónir evra, um 1.990 milljónir íslenskra króna, fyrir Buzz.

ÍRSKA lággjaldaflugfélagið Ryanair tilkynnti í gær að það hygðist kaupa lággjaldaflugfélagið Buzz af hollenska flugfélaginu KLM. Ryanair greiðir 23,9 milljónir evra, um 1.990 milljónir íslenskra króna, fyrir Buzz.

Ryanair tilkynnti einnig í gær að félagið ætlaði að panta 22 737-800 þotur til viðbótar frá Boeing verksmiðjunum en Ryanair á nú kauprétt á 78 þotum af Boeing. Með kaupunum á Buzz verður Ryanair aftur stærsta evrópska lággjaldaflugfélagið en með samruna easyJet og Go á síðasta ári varð sameinað félag það stærsta í Evrópu.

Höfuðstöðvar Buzz eru á Stansted flugvelli í London líkt og hjá Ryanair. Buzz flýgur til 21 áfangastaðar í Evrópu.