* GINTARAS Savukynas handknattleiksmaður, sem eitt sinn lék með Aftureldingu við góðan orðstír, hefur sent HSÍ bréf og lýst yfir vilja sínum að koma á ný til Íslands og leika handknattleik, en Gintaras er Lithái.
* GINTARAS Savukynas handknattleiksmaður, sem eitt sinn lék með Aftureldingu við góðan orðstír, hefur sent HSÍ bréf og lýst yfir vilja sínum að koma á ný til Íslands og leika handknattleik, en Gintaras er Lithái. HSÍ hefur sent bréfið áfram til aðildarfélaga sinna. Gintaras er leikstjórnandi og var m.a. einn helsti leikmaður Aftureldingar þegar liðið vann bæði deild og bikar árið 1999.

*DANIR eru langt frá því að vera ánægðir með árangur danska landsliðsins á HM í Portúgal, þar sem þjálfari og leikmenn voru búnir að lofa afrekum - verðlaunum. Danska liðið var sent heim eftir þátttöku í milliriðli. Kurt Lassen skrifar leiðara í Berlingske Tidende, þar sem hann spyr hvort ætti að kæra landsliðið til neytendasamtakanna - fyrir að vera svikin vara, eða hvort ætti að kæra blaðamenn til siðanefndar danska blaðamannafélagsins, fyrir að búa til of miklar væntingar hjá dönsku þjóðinni, en hátt í aðra milljón Dana horfðu á leiki danska liðsins þegar mest áhorf var.

*JOACHIM Bold

s en, leikstjórnandi danska landsliðsins, segist vera viss um að Króatar verði heimsmeistarar í handknattleik á morgun í Lissabon í Portúgal.

* LARS Steen Pedersen , blaðamaður danska dagblaðsins BT segir í harðorðum pistli sínum í gær að enn hafi danska landsliðinu ekki tekist að hrista af sér stimpilinn sem fylgt hefur því árum saman, þ.e. að vera "heimsmeistari í æfingaleikjum".

* PEDERSEN segir enn fremur; "Torben Winter landsliðsþjálfari fór af stað með sveit sína til Portúgals, allt átti að vera í himnalagi, nú var lag til þess að bæta fyrir niðurlægjandi frammistöðu á HM fyrir fjórum árum. Þegar upp er staðið er staðan hins vegar sú að landsliðið er á leið heim með stimpil á bakinu og á honum stendur: Fíaskó."

* OLA Lindgren hefur leikið sinn síðasta landsleik með sænska landsliðinu í handknattleik. Lindgren , sem er 39 ára gamall, á 376 landsleiki að baki og er leikjahæsti landsliðsmaður Svía frá upphafi. Hann var að ljúka þátttöku í sjöunda heimsmeistaramótinu.

* GAMLIR félagar Lindgrens í sænska landsliðinu, Magnus Wislander , Magnus Andersson og Staffan Olsson , eru enn ekki reiðubúnir að lýsa því yfir að þeir hafi leikið í síðasta sinn með landsliðinu. Olsson er meira að segja að velta fyrir sér hvort hann eigi að taka eitt ár til viðbótar með þýska meistaraliðinu Kiel eins og honum stendur til boða. Olsson verður fertugur á næsta ári.

* BENGT Johansson , landsliðsþjálfari Svía, segir í Dagens Nyheter í gær að hann ætli að leggja traust sitt á yngri leikmenn á Evrópumótinu í Slóveníu á næsta ári.