*RÚSSAR komu til Íslands til að leika hér þrjá vináttulandsleiki 1991 - fyrstu landsleikina undir merkjum Rússlands og fór fyrsti leikurinn fram á Akureyri. Íslendingar fögnuðu sigri, 28:22, en töpuðu á Húsavík, 31:26.

*RÚSSAR komu til Íslands til að leika hér þrjá vináttulandsleiki 1991 - fyrstu landsleikina undir merkjum Rússlands og fór fyrsti leikurinn fram á Akureyri. Íslendingar fögnuðu sigri, 28:22, en töpuðu á Húsavík, 31:26. Þriðji leikurinn fór fram í nýju húsi Víkings, Víkinni, þar Íslendingar fögnuðu sigri, 22:14. Alexei Trúfan, leikmaður Víkings, lék þá með Rússum.

*Engir þjóðsöngvar voru leiknir fyrir leikinn á Akureyri, þar sem Rússar komu ekki með hljóðupptöku af þjóðsöngnum en svo virtist vera að ekki væri komið á hreint hvaða þjóðsöngur ætti við hjá nýja lýðveldinu.

*Rússar komu heldur ekki með fána lýðveldisins með sér. Halldór Einarsson, Henson, brá skjótt við og saumaði tvo rússneska fána.

*Ísland og Rússland hafa leikið 9 landsleiki og hafa Rússar unnið sex, Íslendingar þrjá. Guðmundur Hrafnkelsson og Patrekur Jóhannesson hafa leikið alla níu leikina.

*Patrekur skoraði fimm mörk þegar Ísland tapaði fyrir Rússlandi í HM í Svíþjóð 1993, 19:27.

*Valdimar Grímsson hefur skorað flest mörk í leik gegn Rússum. Það var í leik í undankeppni Evrópukeppni landsliða í Kaplakrika 1995. Hann skoraði 9 mörk í sigurleik, 20:18. Rússar unnu svo stórt í Moskvu, 22:14.

*Rússar fögnuðu sigri á EM í Króatíu 2000, 25:25.

*Íslendingar máttu þola stórtap síðast þegar þeir léku gegn Rússum - í heimsbikarkeppninni, World Cup, í Svíþjóð 29. október 2002, 39:28. Íslenska liðið var skipað leikmönnum sem eru í landsliðshópnum í Portúgal og skoraði Patrekur 6 mörk, Sigfús 5.