Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir hafði í nógu að snúast í gær, á síðasta degi sínum í embætti borgarstjóra.

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir hafði í nógu að snúast í gær, á síðasta degi sínum í embætti borgarstjóra.

Meðal verkefna var undirritun þjónustusamnings Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar, Kópavogsbæjar og Seltjarnarnesbæjar við Rauða kross Íslands um rekstur Alþjóðahúss. Samkvæmt samningnum tekur Reykjavíkurdeild RKÍ yfir rekstur og alla starfsemi Alþjóðahússins sem stofnað var árið 2001.

Aðspurð af hverju þessi leið er farin sagði Ingibjörg að upphaflega hugmyndin um rekstur Alþjóðahússins hefði verið á þessa lund. Sú hugmynd hafi hins vegar ekki orðið ofan á á sínum tíma. "Það hefur komið í ljós að það hafa ýmsir erfiðleikar steðjað að rekstri Alþjóðahússins og ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að þetta var eyðieyja sem átti sér ekkert bakland. Það var einhvern veginn enginn ábyrgur fyrir því að veita þeim [Alþjóðahúsinu] sérfræðiráðgjöf og þjónustu og styðja við bakið á þeim."

Hún segir að niðurstaðan hafi orðið sú að mjög mikilvægt væri að annaðhvort stjórnsýsla sveitarfélaganna eða Rauði krossinn styddi við bakið á starfseminni. Raunin væri einfaldlega sú að Rauði krossinn byggi yfir meiri þekkingu á þessu sviði en sveitarfélögin.